Innlent

Tæp átján prósent misst vinnu eða lent í skerðingu á starfshlutfalli

Í nýrri könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kemur í ljós að 5,8 prósent segjast hafa misst atvinnuna vegna kreppunnar. Í tilkynningu frá MMR segir að þetta sé í takt við tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi þar sem fram kemur að atvinnuleysi mældist 6,6 prósent í janúar síðastliðnum samanborið við 1,3 prósent í september 2008.

„Í könnuninni kom einnig fram að 12,5 prósent svarenda sögðu að starfshlutfall þeirra hafi verið skert vegna kreppunnar. Samanlagður fjöldi þeirra sem hafa misst vinnuna eða starfshlutfall þeirra verið skert mældist

17,7 prósent og þá voru 13,9 prósent sem kváðust óttast að missa vinnuna vegna kreppunnar. 25,3 prósent sögðu að einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir hefðu misst vinnuna vegna hennar.

17,8 prósent sögðu að einn eða fleiri starfsfélagar hefðu misst vinnuna vegna kreppunnar og 32,4 prósent sögðu að einn eða fleiri nánir vinir sínir hefðu misst vinnuna vegna hennar. 37,1 prósent sagði að ekkert áðurnefndra atriða ætti við sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×