Innlent

Gefur lyf fyrir 5,7 milljónir

Lyfjafyrirtækið Actavis gefur lyf að andvirði 60 þúsunda búlgarskra leva, eða sem nemur 5,7 milljónum króna, í mannúðar­aðstoð í Úkraínu. Þetta hefur upplýsingavefur Focus eftir tilkynningu félagsins í Búlgaríu.

Meðal lyfjanna sem send verða eru sýklalyf, fjölvítamín og hóstasaft. Gjöfin verður afhent úkraínska sendiráðinu í Búlgaríu, en markmiðið er sagt vera aðstoð við að stemma stigu við frekari útbreiðslu flensu í landinu. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sett á sóttkví í níu héruðum í vestur- og suðvestur­hluta landsins.

- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×