Erlent

Ellefu látnir eftir sprengjur

Að minnsta kosti ellefu manns létust og 40 særðust í tveimur sprengjuárásum í Írak í gær.

Önnur sprengingin var sjálfsmorðsárás sem var gerð í Ramadi í vesturhluta landsins og þar létust sex manns. Þar af voru tveir lögreglumenn. Fleiri lögreglumenn særðust, sem og óbreyttir borgarar.

Í Bagdad var sprengju varpað í gegnum tjald þar sem jarðarför hafði nýlega farið fram. Þar dóu fimm manns og minnst 28 særðust. 437 Írakar létu lífið í sprengingum í júnímánuði.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×