Innlent

Dræm þátttaka í netkosningu

Tæp sjötíu prósent þátttakenda í netkosningu vefmiðilsins Eyjunnar vilja að Alþingi hafni ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu. Samtals tóku 7.454 þátt í kosningunni, eða 3,2 prósent kjósenda miðað við kjörskrárstofn til síðustu alþingiskosninga.

Tæp 29 prósent studdu samkomulagið en 1,6 prósent kjósenda tóku ekki afstöðu.

Kosningin er fyrsta örugga rafræna atkvæðagreiðslan sem fram fer hérlendis og var hún gerð í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Hún hófst á sunnudag og lauk klukkan hálf fimm í gær. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×