Erlent

Skóli og meðferðarstofnun undir sama þaki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hinn 17 ára gamli Law Ho-tin, lengst til vinstri, sem nýkominn er í Zheng Sheng-skólann, dottar í kennslustund. Skólinn er á eyjunni Lantau í Hong Kong.
Hinn 17 ára gamli Law Ho-tin, lengst til vinstri, sem nýkominn er í Zheng Sheng-skólann, dottar í kennslustund. Skólinn er á eyjunni Lantau í Hong Kong. MYND/Reuters

Skóli nokkur í Hong Kong gegnir hvort tveggja hlutverki meðferðarstofnunar fyrir unga vímuefnaneytendur og veitir þeim menntun. Þarna er um að ræða Zheng Sheng-skólann þar sem 120 fyrrverandi vímuefnaneytendur stunda nú nám og eygja von um bjartari framtíð. Flestir nemendanna hafa notað marijúana og ketamín, hrossadeyfilyf sem framleitt er ólöglega í Kína og Hong Kong, og er útbreitt meðal vímuefnaneytenda þar. Alman Chan, stjórnandi skólans, berst nú fyrir að fá stærra og betra húsnæði fyrir nemendur sína. Um fimmtungur þeirra 500 skóla, sem reknir eru í Hong Kong, hefur óskað eftir aðstoð yfirvalda vegna vímefnanotkunar nemendanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×