Eru óvinir Íslands hér? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 16. desember 2009 06:00 IceSave málið og stjórnun þess er saga mistaka frá fyrstu dögum hrunsins. Með hruni íslensku bankanna og setningu neyðarlaganna verður IceSave að milliríkjamáli. Með yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda um að „vinir hafi brugðist", að „leita verði nýrra vina", að Ísland „ætli ekki að greiða skuldir óreiðumanna", að Ísland muni leita úrskurðar dómstóla um réttmæti IceSave skuldbindinganna, verður IceSave málið að milliríkjadeilu. Meðan þau viðhorf sem hér birtast einkenna umræðuna um IceSave á Íslandi er ekki að furða þótt íslenskum stjórnvöldum sé mætt af mikilli tortryggni erlendis. Á fyrstu dögum hrunsins tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenska bankakerfinu og íslenskum innistæðueigendum. Séð frá stjórnvöldum erlendra ríkja tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenskum bankamönnum, en gegn stjórnvöldum erlendra ríkja og viðskiptavinum íslensku bankanna erlendis. Í skammsýni og fáti tóku þau þá áhættu að brenna sig inni með IceSave og þjóðinni. Á fyrstu dögum hrunsins var sá tónn sleginn sem gaf til kynna hvernig íslensk stjórnvöld myndu reynast í milliríkjasamskiptum. Sá tónn sagði til um það, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld taka ábyrgð á samningum sem opnuðu fyrir alþjóðavæðingu íslenska viðskiptalífsins, að hve miklu leyti Íslendingar eru tilbúnir til að viðurkenna lýðræðislega ábyrgð sína á starfsemi íslenskra einkafyrirtækja sem með leyfi íslenskra stjórnvalda starfrækja viðskipti sín á erlendri grund, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld eru tilbúin til samstarfs um lausnir á áhrifum hrikalegasta bankahruns sögunnar sem vissulega er ekki einkamál Íslendinga. Þau viðhorf sem enduróma frá Íslandi eru að skaða orðspor og samningsstöðu þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu meira en IceSave málið sjálft gefur tilefni til. Orðspor Íslands og traust á stjórnvöldum landsins er laskað. Íslenska efnahagshrunið er nú notað sem kennslubókardæmi um hörmulegustu óstjórn í efnahags- og fjármálum einnar þjóðar. Neðar er ekki hægt að komast. Sögusagnir ganga um íslenska bankamenn og skilanefndir bankanna. Öllu slæmu virðist trúað um stjórnvöld landsins. Ómurinn af þeirri umræðu sem á sér stað í sölum Alþingis og framganga og gönuhlaup einstakra þingmanna gerir lítið annað en að staðfesta þann grun umheimsins að Íslendingar sjái ekki þátt Íslands í eigin hruni, heldur álíti að hrun íslenska fjármálakerfisins sé allt öðrum að kenna. Því lengur sem Alþingi hefur IceSave málið til meðferðar því verra fyrir þjóðina sem nú þarf að treysta á alþjóðlegt samstarf. IceSave er ekki einkamál Íslendinga. IceSave snýst um siðferði og pólitík í samskiptum þjóða. IceSave er dæmi um það hvernig menn leyfa sér að ganga eins langt og hægt er og komast upp með það. Með IceSave gengu menn lengra en regluverkið hafði gert ráð fyrir að væri hugsanlegt. Íslendingar nutu frelsisins sem fylgdi EES samningnum á meðan allt lék í lyndi án þess að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Nú þegar allt er hrunið, virðast þeir heldur ekki ætla að taka ábyrgð á aðild sinni að samningnum. Þess vegna er IceSave nú pólitísk milliríkjadeila. Sem pólitískt mál snýst IceSave um lýðræðislega ábyrgð. Stjórnvöld sem ekki gangast við ábyrgð sinni með hæfilegri auðmýkt og virðingu bregðast þjóð sinni. Nú er runninn upp tími sjálfskoðunar og heiðarleika. Stjórnvöld mega ekki láta þjóðina halda áfram að engjast í IceSave snörunni, heldur láta af afneitun og hefja nýja byrjun með nýjum tón. Hér þarf ríkisstjórnin að eiga frumkvæði. Brátt fá íslensk stjórnvöld einstakt tækifæri til að vinna aftur traust þjóðarinnar og umheimsins. Þetta tækifæri felst í útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar þingsins á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Hér þarf Alþingi Íslendinga að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir gagnvart umheiminum að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar verði nú notaðar til að gera upp fortíðina, hér verði engu undan skotið heldur allt gert til að byggja hér upp heiðarlegt siðmenntað samfélag sem umheimurinn geti treyst. Í tengslum við útgáfu skýrslunnar þarf að boða erlendar og innlendar fréttastöðvar til fréttamannafundar og nota þá augnabliksathygli umheimsins sem þar gefst til að slá nýjan tón. Þannig hefst hin siðferðilega og pólitíska endurreisn Íslands. Erlendis eiga Íslendingar marga góða vini. Óvinir Íslands standa okkur nær. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
IceSave málið og stjórnun þess er saga mistaka frá fyrstu dögum hrunsins. Með hruni íslensku bankanna og setningu neyðarlaganna verður IceSave að milliríkjamáli. Með yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda um að „vinir hafi brugðist", að „leita verði nýrra vina", að Ísland „ætli ekki að greiða skuldir óreiðumanna", að Ísland muni leita úrskurðar dómstóla um réttmæti IceSave skuldbindinganna, verður IceSave málið að milliríkjadeilu. Meðan þau viðhorf sem hér birtast einkenna umræðuna um IceSave á Íslandi er ekki að furða þótt íslenskum stjórnvöldum sé mætt af mikilli tortryggni erlendis. Á fyrstu dögum hrunsins tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenska bankakerfinu og íslenskum innistæðueigendum. Séð frá stjórnvöldum erlendra ríkja tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenskum bankamönnum, en gegn stjórnvöldum erlendra ríkja og viðskiptavinum íslensku bankanna erlendis. Í skammsýni og fáti tóku þau þá áhættu að brenna sig inni með IceSave og þjóðinni. Á fyrstu dögum hrunsins var sá tónn sleginn sem gaf til kynna hvernig íslensk stjórnvöld myndu reynast í milliríkjasamskiptum. Sá tónn sagði til um það, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld taka ábyrgð á samningum sem opnuðu fyrir alþjóðavæðingu íslenska viðskiptalífsins, að hve miklu leyti Íslendingar eru tilbúnir til að viðurkenna lýðræðislega ábyrgð sína á starfsemi íslenskra einkafyrirtækja sem með leyfi íslenskra stjórnvalda starfrækja viðskipti sín á erlendri grund, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld eru tilbúin til samstarfs um lausnir á áhrifum hrikalegasta bankahruns sögunnar sem vissulega er ekki einkamál Íslendinga. Þau viðhorf sem enduróma frá Íslandi eru að skaða orðspor og samningsstöðu þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu meira en IceSave málið sjálft gefur tilefni til. Orðspor Íslands og traust á stjórnvöldum landsins er laskað. Íslenska efnahagshrunið er nú notað sem kennslubókardæmi um hörmulegustu óstjórn í efnahags- og fjármálum einnar þjóðar. Neðar er ekki hægt að komast. Sögusagnir ganga um íslenska bankamenn og skilanefndir bankanna. Öllu slæmu virðist trúað um stjórnvöld landsins. Ómurinn af þeirri umræðu sem á sér stað í sölum Alþingis og framganga og gönuhlaup einstakra þingmanna gerir lítið annað en að staðfesta þann grun umheimsins að Íslendingar sjái ekki þátt Íslands í eigin hruni, heldur álíti að hrun íslenska fjármálakerfisins sé allt öðrum að kenna. Því lengur sem Alþingi hefur IceSave málið til meðferðar því verra fyrir þjóðina sem nú þarf að treysta á alþjóðlegt samstarf. IceSave er ekki einkamál Íslendinga. IceSave snýst um siðferði og pólitík í samskiptum þjóða. IceSave er dæmi um það hvernig menn leyfa sér að ganga eins langt og hægt er og komast upp með það. Með IceSave gengu menn lengra en regluverkið hafði gert ráð fyrir að væri hugsanlegt. Íslendingar nutu frelsisins sem fylgdi EES samningnum á meðan allt lék í lyndi án þess að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Nú þegar allt er hrunið, virðast þeir heldur ekki ætla að taka ábyrgð á aðild sinni að samningnum. Þess vegna er IceSave nú pólitísk milliríkjadeila. Sem pólitískt mál snýst IceSave um lýðræðislega ábyrgð. Stjórnvöld sem ekki gangast við ábyrgð sinni með hæfilegri auðmýkt og virðingu bregðast þjóð sinni. Nú er runninn upp tími sjálfskoðunar og heiðarleika. Stjórnvöld mega ekki láta þjóðina halda áfram að engjast í IceSave snörunni, heldur láta af afneitun og hefja nýja byrjun með nýjum tón. Hér þarf ríkisstjórnin að eiga frumkvæði. Brátt fá íslensk stjórnvöld einstakt tækifæri til að vinna aftur traust þjóðarinnar og umheimsins. Þetta tækifæri felst í útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar þingsins á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Hér þarf Alþingi Íslendinga að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir gagnvart umheiminum að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar verði nú notaðar til að gera upp fortíðina, hér verði engu undan skotið heldur allt gert til að byggja hér upp heiðarlegt siðmenntað samfélag sem umheimurinn geti treyst. Í tengslum við útgáfu skýrslunnar þarf að boða erlendar og innlendar fréttastöðvar til fréttamannafundar og nota þá augnabliksathygli umheimsins sem þar gefst til að slá nýjan tón. Þannig hefst hin siðferðilega og pólitíska endurreisn Íslands. Erlendis eiga Íslendingar marga góða vini. Óvinir Íslands standa okkur nær. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun