Erlent

Heimsins stærsta jólatré

Jólatréð í Mexíkóborg er bæði risastórt og litskrúðugt í besta lagi.
Jólatréð í Mexíkóborg er bæði risastórt og litskrúðugt í besta lagi. Mynd/AP

Mexíkóborg státar af hæsta jólatré í heimi. Það er hvorki meira né minna en 367 feta hátt. Vart þarf að taka það fram að þetta er gervijólatré.

Kveikt var á trénu við hátíðlega athöfn um helgina og af því tilefni voru ljósin deyfð í háhýsunum í kring.

Mikill mannfjöldi fylgdist með og heyra mátti glaðleg aðdáunaróp bæði barna og fullorðinna þegar ljósin kviknuðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×