Lífið

Hugleikur stofnar eigið bókaforlag

Bókaútgefandi Hugleikur er í samkeppni við sjálfan sig.
Bókaútgefandi Hugleikur er í samkeppni við sjálfan sig.

„Við ætlum að gefa út allt sem okkur langar til að gefa út og er fræðilegur möguleiki á að einhver kaupi. Það er okkar manifestó,“ segir skopteiknarinn og leik­skáldið Hugleikur Dagsson.

Hugleikur og Ólafía Erla Svansdóttir hafa stofnað bókaútgáfuna Ókei bæ-kur. Fyrsta útgáfan er væntanleg í nóvember, en hún verður listaverkabók um Davíð Örn Halldórsson. Hugleikur verður enn um sinn hjá Forlaginu, en segir að eitthvað af hans efni verði þó gefið út hjá Ókei bó-kum.

„Það verður eitthvað af mínu efni þarna. Hvað það verður er ekki 100 prósent ákveðið,“ segir hann.

Verðurðu þá í samkeppni við sjálfan þig?

„Ég get sagst vera í samkeppni við sjálfan mig, ég vil ekki líta á að ég sé í samkeppni við neinn annan – vegna þess að samkeppni er svo 2007.“

Hugleikur segist vera búinn að eiga frábært samstarf við Forlagið, en að næsta rökrétta skref sé að gefa bækur út sjálfur.

„Ég lærði mikið af þeim, þeir hjálpuðu mér að komast á kortið. Núna langar mig að koma einhverjum öðrum á kortið.“

Sem sagt, gefa út bækur eftir vini þína sem fá ekki útgáfusamninga?

„Það má líta á það þannig. Það er enginn í þessu landi sem er ekki í klíku, þannig að jú, hér verður klíka eins og annars staðar.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.