Enski boltinn

Óttast að Gerrard verði frá út mánuðinn

AFP

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist óttast að miðjumaðurinn Steven Gerrard verði ekki orðinn klár í slaginn eftir meiðsli þegar liðið mætir Hull í úrvalsdeildinni um helgina.

Fyrirliðinn verður ekki með í stórleiknum gegn Arsenal í kvöld og er stórt spurningamerki fyrir Hull-leikinn á laugardaginn. Hann var á meðal varamanna í 4-0 sigri Liverpool á Blackburn þann 11. apríl og missti af Chelsea-leiknum í Meistaradeildinni eftir að hafa meiðst á ný.

Benitez telur raunhæfara markmið að fá Gerrard til baka fyrir leikinn gegn Newcastle þann 3. maí.

"Það eru alltaf vonbrigði þegar Steven er ekki með okkur en við höfum unnið leiki án hans og höfum náð að spila vel inn á milli þegar hans hefur ekki notið við. Við erum með gott lið og eigum að geta unnið leiki óháð því hver er í liðinu," sagði Spánverjinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×