Fimm vilja annað sætið 17. desember 2009 12:16 Mynd/Pjetur Fimm sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Fjórir þeirra eru sitjandi borgarfulltrúar en einn tengdasonur fyrrverandi borgarstjóra. Prófkjör sjálfstæðismanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga verður haldið í næsta mánuði. Átján gefa kost á sér í prófkjörinu, tólf af þeim eru borgar- eða varaborgarfulltrúar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri verður líklega sú eina sem gefur kost á sér í fyrsta sætið. Margir sitja hins vegar um annað sætið. Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafa öll lýst því yfir að þau stefni á það sæti. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa setið í borgarstjórn á kjörtímabilinu en á þeim tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið að þremur meirihlutum. Þá hefur Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta einnig gefið kost á sér í annað sætið. Geir hefur lítið starfað að borgarmálum en er þó ekki alveg ókunnur þeim þar sem hann er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra. Vilhjálmur var borgarstjóri frá árinu 2006 til 2007 eða þar til REI málið komst í hámæli og meirihlutasamtarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Geir hefur því gegnum Vilhjálm kynnst stjórnmálum nokkuð. „Ég hef auðvitað upplifað þetta og fengið að þetta að mörgu leyti beint í æð. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég þarf að undirbúa mig undir. Það mun ganga mikið á og þetta verður stormasamt, en fyrst skrifið er prófkjörið og ég á eftir að sjá hvernig mér vegnar þar," segir Geir. Tengdar fréttir Geir Sveinsson vill annað sætið Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans. 15. desember 2009 15:07 Júlíus Vífill vill annað sætið Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006. 14. desember 2009 15:52 Þorbjörg Helga gefur kost á sér í 2. sætið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. 17. desember 2009 09:26 Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út. 16. desember 2009 09:49 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Fimm sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Fjórir þeirra eru sitjandi borgarfulltrúar en einn tengdasonur fyrrverandi borgarstjóra. Prófkjör sjálfstæðismanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga verður haldið í næsta mánuði. Átján gefa kost á sér í prófkjörinu, tólf af þeim eru borgar- eða varaborgarfulltrúar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri verður líklega sú eina sem gefur kost á sér í fyrsta sætið. Margir sitja hins vegar um annað sætið. Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafa öll lýst því yfir að þau stefni á það sæti. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa setið í borgarstjórn á kjörtímabilinu en á þeim tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið að þremur meirihlutum. Þá hefur Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta einnig gefið kost á sér í annað sætið. Geir hefur lítið starfað að borgarmálum en er þó ekki alveg ókunnur þeim þar sem hann er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra. Vilhjálmur var borgarstjóri frá árinu 2006 til 2007 eða þar til REI málið komst í hámæli og meirihlutasamtarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Geir hefur því gegnum Vilhjálm kynnst stjórnmálum nokkuð. „Ég hef auðvitað upplifað þetta og fengið að þetta að mörgu leyti beint í æð. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég þarf að undirbúa mig undir. Það mun ganga mikið á og þetta verður stormasamt, en fyrst skrifið er prófkjörið og ég á eftir að sjá hvernig mér vegnar þar," segir Geir.
Tengdar fréttir Geir Sveinsson vill annað sætið Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans. 15. desember 2009 15:07 Júlíus Vífill vill annað sætið Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006. 14. desember 2009 15:52 Þorbjörg Helga gefur kost á sér í 2. sætið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. 17. desember 2009 09:26 Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út. 16. desember 2009 09:49 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Geir Sveinsson vill annað sætið Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans. 15. desember 2009 15:07
Júlíus Vífill vill annað sætið Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006. 14. desember 2009 15:52
Þorbjörg Helga gefur kost á sér í 2. sætið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. 17. desember 2009 09:26
Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út. 16. desember 2009 09:49