Innlent

Ráðuneyti borgi laun tilsjónarmanns

Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra fékk umbeðið leyfi fyrir notkun persónuupplýsinga og ráðuneytið á að borga fyrir tilsjónarmann.
Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra fékk umbeðið leyfi fyrir notkun persónuupplýsinga og ráðuneytið á að borga fyrir tilsjónarmann. FRéttablaðið/Stefán

Heilbrigðisráðuneytið á að borga kostnað vegna tilsjónarmanns með verkefni um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Þetta er úrskurður Persónuverndar.

Persónuvernd veitti heilbrigðisráðherra leyfi til að samkeyra persónuupplýsingar frá lyfsölum og heilbrigðisstofnunum með skilyrði um eftirlit löglærðs tilsjónarmanns. Sá tekur 15 þúsund krónur á tímann og gerir nú kröfu á ráðuneytið upp á rúma eina milljón króna og kostnaðurinn fer vaxandi. Heilbrigðisráðuneytið telur að kostnaði vegna tilsjónarmannsins eigi að skipta til helminga milli ráðuneytisins og Persónuverndar. Að auki fari upphæð reiknings tilsjónarmannsins „langt umfram það sem um var rætt“ og að erfitt sé að „koma auga á nauðsyn löglærðs tilsjónarmanns“. Þá gerir ráðuneytið athugasemd við að hafa ekki séð eða haft aðkomu að verksamningi Persónuverndar við tilsjónarmanninn og neitar að greiða reikninginn.

Persónuvernd segir hins vegar ljóst að stofnunin hafi lagaheimild til að krefja heilbrigðisráðherra um greiðslu alls kostnaðarins. Vegna „hugsanlegs misskilnings“ sé þó sanngjarnt að Persónuvernd greiði helming kostnaðar sem áætlaður var í upphafi, það er að segja 187 þúsund krónur, en að ráðuneytið eigi að borga 822 þúsund af fyrrgreindum reikningi tilsjónarmannsins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×