Innlent

Funduðu um Icesave í 16 tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var heldur betur karpað í þinghúsinu.
Það var heldur betur karpað í þinghúsinu.
Þingfundi á Alþingi var slitið klukkan laust fyrir klukkan sex í morgun eftir að fundað hafði verið um Icesave málið í rúma sextán tíma. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hafði fullyrt í gær að þingfundi yrði ekki slitið fyrr en mælandaskrá yrði tæmd en enn voru sex á mælendaskrá þegar fundinum var slitið.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að stjórnarandstaðan á Alþingi hafi skipulagt málþóf sitt með því að koma sér saman um stundaskrá. Þar sé tilgreindur ræðumaður úr stjórnarandstöðu, hvenær ræða hans byrji og hvenær henni ljúki; heildarlengd ræðutíma, lengd andsvara og hvaða tveir þingmenn úr stjórnarandstöðu skuli veita stjórnarandstöðuþingmanninum andsvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×