Innlent

Aðgerð Svarthólkur: Fimm ákærðir fyrir stófelldan fíkniefnainnflutning

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Fimm menn á tvítugs- og þrítugsaldrinum hafa verið ákærðir fyrir að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins í ágúst síðastliðnum. Fíkniefnið var smyglað hingað til lands með pósti en efnin komu frá Kaupmannahöfn. Efnin voru falin í málningardós. Lögreglan kallaði aðgerðina „Operation black tube" sem má þýða sem aðgerðin svarthólkur.

Heitið kemur til vegna þess að fíkniefnin voru falin í svörtum hólki inn í dósinni.

Mennirnir sem hafa verið ákærðir heita Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Sveinbjörn Jónsson, Logi Már Hermannsson, Þorgrímur Kolbeinsson og Þorsteinn Birgisson. Allir játuðu þeir sök nema Logi og Þorsteinn. Loga er gert að sök að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með með honum samkvæmt ákæruskjali.

Þá er Loga gert að sök að hafa fengið Þorgrím til að fara til Danmerkur, sækja fíkniefnin hjá óþekktum manni, pakka þeim og senda til Íslands gegn 300 þúsund króna greiðslu fyrir verkið. Loga er einnig gefið að sök að hafa fengið Jóhann Pál og Þorstein til að móttaka fíkniefnin, opna pakkann og geyma efnin þar til þau yrðu sótt.

Þorsteinn játaði að hafa gert það sem honum er gefið að sök, það er að hafa sótt fíkniefnin í september síðastliðnum., hann kvaðst þó eingöngu hafa verið að skutla vini sínum en ekki ætlað að sækja nein fíkniefni.

Þá er Þorgrímur einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en á heimili hans í Mosfellsbæ fundust haglabyssa og riffill á bak við kommóðu. Bæði vopnin voru hlaðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×