Erlent

Öryggisgæsla Hvíta hússins játar sök að hluta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hin fræga mynd sem tekin var af boðflennunum ásamt Joe Biden varaforseta.
Hin fræga mynd sem tekin var af boðflennunum ásamt Joe Biden varaforseta. MYND/Facebook

Öryggisgæsla Hvíta hússins játar að eiga nokkra sök á því að Salahi-hjónin komust óboðin í hátíðarkvöldverð hjá Barack Obama í síðustu viku. Málið þykir stóralvarlegt vestra og hefur innanríkisöryggisnefnd neðri deildar Bandaríkjaþings fyrirskipað ítarlega rannsókn á því hvernig hjónin komust inn í Hvíta húsið án þess að vera á gestalista Obama. Sjálf hafa hjónin neitað að koma fyrir nefndina sem boðar til yfirheyrslna í dag þar sem meðal annars öryggisverðir forsetans munu tjá sig um málið. Neitunina rökstyðja þau með því að það sé ekkert sem þau hafi við málið að bæta sem varpað geti ljósi á þau mistök sem öryggisverðir hússins kunni að hafa gert þetta örlagaríka kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×