Erlent

Aftakaveður í Noregi um helgina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Svona var ástandið til dæmis í Ulvig þar sem grjótskriða féll á veg.
Svona var ástandið til dæmis í Ulvig þar sem grjótskriða féll á veg. MYND/Arnstein Karlsen

Norðmenn fengu heldur betur að finna fyrir náttúruöflunum um helgina þegar aftakaveður gekk yfir nánast allan Noreg á sama tíma. Snjóflóð og grjótskriður lokuðu vegum, óvenjuhátt sjávaryfirborð olli flóðum víða við strendur og úrkoma var langt yfir meðallagi enda gengu tvær krappar lægðir samtímis yfir landið.

 

Norskir fjölmiðlar voru bókstaflega fullir af stormviðvörunum þangað til síðdegis í gær og í gærkvöldi var veðrið víðast gengið niður. Þá höfðu þök fokið af húsum á nokkrum stöðum og strætisvagnaskýli lagst á hliðina. Ekki hefur verið greint frá neinum slysum á fólki sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×