Sport

Danskur meistari til liðs við Þórshamar

Lars Henriksen.
Lars Henriksen. MYND/Þórshamar

Karatefélagið Þórshamar hefur ráðið til sín danska þjálfarann Lars Henriksen. Lars, sem er 4. dan, mun sjá um þjálfun bæði unglinga-

og fullorðinsflokka auk keppnisliðs Þórshamars á komandi misseri. Lars

heimsótti Þórshamar í tvær vikur í september 2008 og

vakti mikla lukku meðal félagsmanna.

Lars hefur verið í fremstu röð í Danmörku undanfarin ár í báðum keppnisgreinum karate, það er kata og kumite, en það er óvenjulegt

að keppnisfólk í karate keppi jöfnum höndum í báðum greinum. Hann varð Danmerkurmeistari í kata á síðasta ári, varð í öðru sæti í sínum þyngdarflokki í kumite á sama móti og er nýkominn frá Japan þar sem

hann keppti fyrir hönd Dana í kata á nýafstöðnu heimsmeistaramóti

í karate.

Þrátt fyrir þann mótbyr sem ríkir í efnahagslífinu um þessar mundir verða öll æfingagjöld óbreytt hjá félaginu þó að æfingum verði fjölgað og starfsemin aukin. Byrjendanámskeið hefjast hjá Þórshamri í þessari

viku og tekið verður við byrjendum til loka janúar.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×