Innlent

Umboðsmaður snuprar fjármálaráðuneytið

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður alþingis, skrifaði álitið.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður alþingis, skrifaði álitið.

Umboðsmaður Alþingis snuprar fjármálaráðuneytið fyrir að hafa ekki svarað fyrirspurn frá framkvæmdastjóra fyrirtækis þar sem óskað var eftir því að ráðuneytið svaraði fyrri áskorun þess um lækkun á álagningu eldsneytis á hópbifreiðar.

Í svarbréfi sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér eftir að framkvæmdastjóri fyrirtækisins kvartaði til umboðsmanns sagði að erindi frá fyrirtækinu hefði ekki gefið tilefni til neinna svara þar sem það hefði ekki fallið undir stjórnsýslu ríkisins. Umboðsmaður minnti hins vegar á að það væri óskráð meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hver sá sem sendi skriflega fyrirspurn til stjórnvalds ætti rétt á að fá skriflegt svar nema erindið bæri með sér að svars væri ekki vænst.

Það var því niðurstaða Umboðsmanns Alþingis að jafnvel þó að fjármálaráðuneytið gæti ekki orðið við áskorun fyrirtækisins um lækkun á álagningu eldsneytis á hópbifreiðar þyrfti ráðuneytið engu að síður að senda fyrirtækinu skriflegt svar við erindi þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×