Innlent

Heimskaffihúsafundur hjá verkfræði- og náttúruvísindasviði

Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.
Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.
Heimskaffihúsafundir verða haldnir á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs á Háskólatorgi næstu mánuði til að ræða brýn málefni fyrir íslenskt þjóðfélag.

„Á fyrsta Heimskaffihúsafundinum, sem er í kvöld, verður framleiðsla íslenskrar hönnunar til umræðu. Þar verður teflt saman verkfræðingum, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, hönnuðum, frumkvöðlum og fjárfestum til að ræða hvernig efla megi framleiðslu á íslenskri hönnun hér á landi. Hugmynd að málstofunni kviknaði þegar Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs las viðtal við Steinunni Sigurðardóttur hönnuð þar sem fram kom að íslensk hönnun er að mestu leyti framleidd erlendis. Heimskaffið mun þróa hugmyndir um hvernig þessu megi breyta og skapa þar með ný atvinnutækifæri," segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Steinunn verður gestur fundarins í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×