Ráðgefandi þjóð? Njörður P. Njarðvík skrifar 12. nóvember 2009 06:00 Njörður P. Njarðvík skrifar um stjórnlagaþing Hér í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá stjórnarfrumvarpi um stjórnlagaþing, og er þar einkum tvennt sem vekur undrun og spurningar. Verksvið og áhrif. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs. Hugsið ykkur hvað stjórnmálamenn eru góðir við þjóðina! En svo fylgja auðvitað fyrirmæli um, hvað skuli raunverulega rætt. Hvergi er minnst á að semja skuli nýja stjórnarskrá, heldur kroppa í hana hér og þar. Þótt auðvitað sé mikils virði að endurskoða undirstöður íslenskrar stjórnskipunar. Ekki skal það vanmetið. En ekki fær stjórnlagaþing að ákveða sjálft starfshætti sína. Vandlega er tilgreint hvenær þingið skuli sitja, í þremur lotum nákvæmlega tilgreindum, og hvenær það skuli skila af sér niðurstöðum. Þetta þing á að kosta skattgreiðendur allt að 392 milljónum króna. Þar er allmiklu til kostað, þegar haft er í huga hversu takmarkað vald þessu þingi er skammtað. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir að stjórnlagaþing sé einungis ráðgefandi. Það á að senda niðurstöður sínar til Alþingis, þar sem stjórnmálamenn geta haft þær að engu. Í því felst í raun eins konar þegjandi yfirlýsing þeirra: Þjóðin má kjósa stjórnlagaþing, en við ráðum. Þjóðin má vera ráðgjafi um lýðræðið, en við ráðum hvernig því skuli háttað. Það vald skal þjóðin ekki taka frá okkur. Við erum að vísu kosnir til að starfa í umboði þjóðarinnar, en þegar búið er að kjósa okkur, þá skal þjóðin starfa samkvæmt okkar umboði. Stjórnmálamenn ætlast til þess að fá að ráða sjálfir sínum eigin reglum, hvert skuli vera valdsvið þeirra og valdatakmörk. Þeir ætla með öðrum orðum að vera yfirmenn sjálfs sín. Svona er einfalt að snúa lýðræðinu á hvolf. Þessu verður þjóðin að mótmæla kröftuglega. Stjórnlagaþing á að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki stjórnmálamanna. Því á ekki að segja fyrir verkum. Niðurstöður stjórnlagaþings, nýja stjórnarskrá, á að bera undir þjóðina sjálfa í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á að ráða sér sjálf, ekki láta stjórnmálamenn skammta sér takmörkuð afskipti af grundvelli íslenskra stjórnarhátta. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Njörður P. Njarðvík skrifar um stjórnlagaþing Hér í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá stjórnarfrumvarpi um stjórnlagaþing, og er þar einkum tvennt sem vekur undrun og spurningar. Verksvið og áhrif. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs. Hugsið ykkur hvað stjórnmálamenn eru góðir við þjóðina! En svo fylgja auðvitað fyrirmæli um, hvað skuli raunverulega rætt. Hvergi er minnst á að semja skuli nýja stjórnarskrá, heldur kroppa í hana hér og þar. Þótt auðvitað sé mikils virði að endurskoða undirstöður íslenskrar stjórnskipunar. Ekki skal það vanmetið. En ekki fær stjórnlagaþing að ákveða sjálft starfshætti sína. Vandlega er tilgreint hvenær þingið skuli sitja, í þremur lotum nákvæmlega tilgreindum, og hvenær það skuli skila af sér niðurstöðum. Þetta þing á að kosta skattgreiðendur allt að 392 milljónum króna. Þar er allmiklu til kostað, þegar haft er í huga hversu takmarkað vald þessu þingi er skammtað. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir að stjórnlagaþing sé einungis ráðgefandi. Það á að senda niðurstöður sínar til Alþingis, þar sem stjórnmálamenn geta haft þær að engu. Í því felst í raun eins konar þegjandi yfirlýsing þeirra: Þjóðin má kjósa stjórnlagaþing, en við ráðum. Þjóðin má vera ráðgjafi um lýðræðið, en við ráðum hvernig því skuli háttað. Það vald skal þjóðin ekki taka frá okkur. Við erum að vísu kosnir til að starfa í umboði þjóðarinnar, en þegar búið er að kjósa okkur, þá skal þjóðin starfa samkvæmt okkar umboði. Stjórnmálamenn ætlast til þess að fá að ráða sjálfir sínum eigin reglum, hvert skuli vera valdsvið þeirra og valdatakmörk. Þeir ætla með öðrum orðum að vera yfirmenn sjálfs sín. Svona er einfalt að snúa lýðræðinu á hvolf. Þessu verður þjóðin að mótmæla kröftuglega. Stjórnlagaþing á að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki stjórnmálamanna. Því á ekki að segja fyrir verkum. Niðurstöður stjórnlagaþings, nýja stjórnarskrá, á að bera undir þjóðina sjálfa í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á að ráða sér sjálf, ekki láta stjórnmálamenn skammta sér takmörkuð afskipti af grundvelli íslenskra stjórnarhátta. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun