Ráðgefandi þjóð? Njörður P. Njarðvík skrifar 12. nóvember 2009 06:00 Njörður P. Njarðvík skrifar um stjórnlagaþing Hér í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá stjórnarfrumvarpi um stjórnlagaþing, og er þar einkum tvennt sem vekur undrun og spurningar. Verksvið og áhrif. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs. Hugsið ykkur hvað stjórnmálamenn eru góðir við þjóðina! En svo fylgja auðvitað fyrirmæli um, hvað skuli raunverulega rætt. Hvergi er minnst á að semja skuli nýja stjórnarskrá, heldur kroppa í hana hér og þar. Þótt auðvitað sé mikils virði að endurskoða undirstöður íslenskrar stjórnskipunar. Ekki skal það vanmetið. En ekki fær stjórnlagaþing að ákveða sjálft starfshætti sína. Vandlega er tilgreint hvenær þingið skuli sitja, í þremur lotum nákvæmlega tilgreindum, og hvenær það skuli skila af sér niðurstöðum. Þetta þing á að kosta skattgreiðendur allt að 392 milljónum króna. Þar er allmiklu til kostað, þegar haft er í huga hversu takmarkað vald þessu þingi er skammtað. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir að stjórnlagaþing sé einungis ráðgefandi. Það á að senda niðurstöður sínar til Alþingis, þar sem stjórnmálamenn geta haft þær að engu. Í því felst í raun eins konar þegjandi yfirlýsing þeirra: Þjóðin má kjósa stjórnlagaþing, en við ráðum. Þjóðin má vera ráðgjafi um lýðræðið, en við ráðum hvernig því skuli háttað. Það vald skal þjóðin ekki taka frá okkur. Við erum að vísu kosnir til að starfa í umboði þjóðarinnar, en þegar búið er að kjósa okkur, þá skal þjóðin starfa samkvæmt okkar umboði. Stjórnmálamenn ætlast til þess að fá að ráða sjálfir sínum eigin reglum, hvert skuli vera valdsvið þeirra og valdatakmörk. Þeir ætla með öðrum orðum að vera yfirmenn sjálfs sín. Svona er einfalt að snúa lýðræðinu á hvolf. Þessu verður þjóðin að mótmæla kröftuglega. Stjórnlagaþing á að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki stjórnmálamanna. Því á ekki að segja fyrir verkum. Niðurstöður stjórnlagaþings, nýja stjórnarskrá, á að bera undir þjóðina sjálfa í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á að ráða sér sjálf, ekki láta stjórnmálamenn skammta sér takmörkuð afskipti af grundvelli íslenskra stjórnarhátta. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Njörður P. Njarðvík skrifar um stjórnlagaþing Hér í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá stjórnarfrumvarpi um stjórnlagaþing, og er þar einkum tvennt sem vekur undrun og spurningar. Verksvið og áhrif. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs. Hugsið ykkur hvað stjórnmálamenn eru góðir við þjóðina! En svo fylgja auðvitað fyrirmæli um, hvað skuli raunverulega rætt. Hvergi er minnst á að semja skuli nýja stjórnarskrá, heldur kroppa í hana hér og þar. Þótt auðvitað sé mikils virði að endurskoða undirstöður íslenskrar stjórnskipunar. Ekki skal það vanmetið. En ekki fær stjórnlagaþing að ákveða sjálft starfshætti sína. Vandlega er tilgreint hvenær þingið skuli sitja, í þremur lotum nákvæmlega tilgreindum, og hvenær það skuli skila af sér niðurstöðum. Þetta þing á að kosta skattgreiðendur allt að 392 milljónum króna. Þar er allmiklu til kostað, þegar haft er í huga hversu takmarkað vald þessu þingi er skammtað. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir að stjórnlagaþing sé einungis ráðgefandi. Það á að senda niðurstöður sínar til Alþingis, þar sem stjórnmálamenn geta haft þær að engu. Í því felst í raun eins konar þegjandi yfirlýsing þeirra: Þjóðin má kjósa stjórnlagaþing, en við ráðum. Þjóðin má vera ráðgjafi um lýðræðið, en við ráðum hvernig því skuli háttað. Það vald skal þjóðin ekki taka frá okkur. Við erum að vísu kosnir til að starfa í umboði þjóðarinnar, en þegar búið er að kjósa okkur, þá skal þjóðin starfa samkvæmt okkar umboði. Stjórnmálamenn ætlast til þess að fá að ráða sjálfir sínum eigin reglum, hvert skuli vera valdsvið þeirra og valdatakmörk. Þeir ætla með öðrum orðum að vera yfirmenn sjálfs sín. Svona er einfalt að snúa lýðræðinu á hvolf. Þessu verður þjóðin að mótmæla kröftuglega. Stjórnlagaþing á að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki stjórnmálamanna. Því á ekki að segja fyrir verkum. Niðurstöður stjórnlagaþings, nýja stjórnarskrá, á að bera undir þjóðina sjálfa í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á að ráða sér sjálf, ekki láta stjórnmálamenn skammta sér takmörkuð afskipti af grundvelli íslenskra stjórnarhátta. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun