Erlent

Buzek forseti Evrópuþingsins

Jerzy Buzek Fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.fréttablaðið/AP
Jerzy Buzek Fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.fréttablaðið/AP

Jerzy Buzek, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, var í gær kosinn forseti Evrópuþingsins.

Buzek verður þar með fyrstur Austur-Evrópumanna frá fyrrverandi kommúnistaríki til að gegna æðsta embætti einnar af helstu stofnunum Evrópusambandsins. Hann lagði á sínum tíma mikla áherslu á lýðræðisumbætur í Póllandi.

Buzek hlaut 555 atkvæði á þinginu, af alls 644 gildum atkvæðum. Næstflest atkvæði fékk hin sænska Eva-Britt Svenson, sem fékk stuðning 89 þingmanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×