Erlent

Orkufyrirtækin stærst í heimi

Dælt á tankinn Shell er stærsta fyrirtæki heims.nordicphotos/AFP
Dælt á tankinn Shell er stærsta fyrirtæki heims.nordicphotos/AFP

Olíufélagið Royal Dutch Shell er stærsta fyrirtæki heims, samkvæmt nýrri samantekt viðskiptatímaritsins Fortune. Tímaritið birtir árlega lista yfir stærstu fyrirtæki heims.

Þetta bresk-hollenska fyrirtæki skilaði 458 milljörðum dala í tekjur, þar af 26 milljörðum í hagnað. Þetta samsvarar nærri 60.000 milljörðum króna í tekjur og 3.300 milljörðum í hagnað.

Flest stærstu fyrirtækin á listanum í ár eru olíufélög og orkufyrirtæki, en í þriðja sæti er þó verslunarkeðjan Walmart og í sjöunda sæti er hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft.

Í öðru sæti á listanum er olíufyrirtækið Exxon Mobil, í fjórða sæti er BP og í fimmta sæti Chevron.

Bandarískum fyrirtækjum hefur fækkað töluvert á listanum, og tíðindi þykja að efsta fyrirtækið sé ekki bandarískt. Slíkt hefur ekki gerst í tíu ár.

Walmart lendir hins vegar í efsta sæti þegar fjöldi starfsmanna er skoðaður. Verslunarkeðjan er með 2.1 milljónir starfsmanna. Á þennan mælikvarða kemur Ríkisolíuverslun Kína með 1,6 milljónir starfsmanna.

Stærsta tap ársins kom hins vegar í hlut bandaríska húsnæðis-lánabankans Fannie Mae, sem rann svo eftirminnilega á hausinn í fyrra og glataði nærri 59 milljónum dala.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×