Innlent

Lóðaúthlutanir hafa raskað samkeppni

Samkeppniseftirlitið.
Samkeppniseftirlitið.

Samkeppniseftirlitið beinir því til stjórnvalda að huga að samkeppnisjónarmiðum í tengslum við skipulagsmál og úthlutun lóða. Á heimasíðu þeirra segir að dæmi eru um að skipulagsákvarðanir og lóðaúthlutanir hafi raskað samkeppni og það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna við því.

Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint því til umhverfisráðherra að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum skipulags- og byggingarlaga til að tryggja að horft sé til samkeppnissjónarmiða við skipulag og úthlutun lóða.

Jafnframt beinir Samkeppniseftirlitið því til sveitarfélaga á Íslandi að hafa átta meginreglur til hliðsjónar við skipulagsmál og úthlutun lóða. Í þeim er m.a. mælst til eftirfarandi:

Að lagt sé samkeppnislegt mat á skipulag hverfa. Að úthlutun lóða fari fram með útboði eða öðrum gagnsæjum hætti. Að gerðar verði ráðstafanir, eins og mögulegt er, til þess að ný eða smærri fyrirtæki fái lóðir fyrir atvinnustarfsemi sína og komið í veg fyrir að markaðs-ráðandi fyrirtæki geti setið á lóðum. Og að sveitarfélög beiti sér gegn samkeppnishamlandi kvöðum í lóðarleigu-samningum.

Þessi tilmæli koma fram í sérstöku áliti, nr. 3/2009, Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni, sem nálgast má á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins - www.samkeppni.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×