Sport

Þorvaldur Örlygsson: Orðinn þreyttur á að segjast ekki vera sáttur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson Mynd/

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki jafn sáttur og kollegi hans hjá Blikunum í leikslok í kvöld enda Framarar sterkari aðilinn á stórum köflum í leiknum.

„Ég er nú eiginlega orðinn þreyttur á að segjast ekki vera sáttur. Ég er þó sáttur með að við höfum verið betra liðið í kvöld og það er vissulega jákvætt en það er verra ef það dugar bara til að fá eitt stig. Mér fannst þeir aldrei vera að ógna okkur neitt af ráði og við fáum þokkalega góð færi í leiknum sem á góðum degi hefðu getað skilað tveimur til þremur mörkum í viðbót,"segir Þorvaldur sem segir stigasöfnunina þó vitaskuld vera það sem skipti mestu máli.

„Við vorum betri í kvöld og höfum verið spila vel á köflum eins og á móti Keflavík og Val en það er ómögulegt að segja hvort að við séum að spila betur eða verr en í fyrra. Stigafjöldinn í september segir bara til um það,"segir Þorvaldur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×