Dregið úr áhættu 10. desember 2009 06:00 Allt frá því samkeppnisyfirvöld ákváðu að Orkuveita Reykjavíkur mætti ekki eiga allan þann hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sem keyptur var um mitt ár 2007, hefur raunverulegt verðmæti hans verið óvisst. Þvinguð sala er ekki heppileg. Ekki minnkaði óvissan við þann ágreining sem var uppi milli Orkuveitunnar og Hafnarfjarðarbæjar um kaup á hlut bæjarins. Hann rataði til dómstóla og var dómur héraðsdóms, sem féll í apríl 2008, Orkuveitunni í óhag. Hún skyldi greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og nú leið að þeim fresti sem samkeppnisyfirvöld höfðu gefið OR til að losna við hlutinn. Á meðan á þessu stóð, var Hitaveitu Suðurnesja skipt upp í tvö fyrirtæki, sem einfaldaði ekki málin. Haustið 2008 hrundi svo gengi íslensku krónunnar, sem hafði veruleg áhrif á efnahagsreikninga orkufyrirtækjanna, sem staðið hafa í miklum uppbyggingarverkefnum á undanförnum árum. Eins og nærri má geta jók sú atburðarás öll enn á óvissuna um hvert verðmæti hlutarins væri í raun. Þessu þurfti að greiða úr; að hlýða boði yfirvalda, ná sátt milli deiluaðila, draga úr þeirri óvissu sem eignarhald HS var í og þá myndi einnig skýrast hvaða verðmæti ættu að færast í bókum OR. Úr varð að hluturinn var settur í opið og gagnsætt söluferli ásamt því að unnið var að samkomulagi við Hafnfirðinga. Kaupandi fannst, sem var reiðbúinn að greiða ásættanlegt verð, og gert var samkomulag um fullnaðaruppgjör við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Kaupandinn var kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy, sem nokkru áður hafði keypt hlut í HS Orku af öðrum hluthafa. Kaupgengið var 6,31 og skyldi verðið greitt að 30% í reiðufé að söluskilmálum uppfylltum og skuldabréfi, sem gert skyldi upp með eingreiðslu í lok sjö ára samningstíma. Veð að baki skuldabréfinu er allur hinn seldi eignarhlutur, líka sá hluti hans sem er staðgreiddur og fær Magma ekki bréfin fyrr en fullnaðargreiðsla hefur farið fram. Þá samdist um að yrði þróun álverðs á heimsmarkaði hagstæð, hækki kaupverðið frekar. Þessi viðskipti eru enn ekki gengin í gegn. Óvissa er því enn fyrir hendi. Frá því OR samdi við Magma hafa verið viðskipti með hlutabréf í HS Orku á genginu 4,7. Þeir alþjóðlegu reikningsskilastaðlar, sem Orkuveita Reykjavíkur fylgir, bjóða að taka þurfi tillit til þessa við að færa verðmæti eignarhlutar OR í HS Orku til bókar. Við gerð Árshlutauppgjörs Orkuveitunnar 30. júní 2009 voru hlutabréfin færð niður í gengið 6,31. Í árshlutareikningi Orkuveitunnar 30. september 2009 er gengi bréfanna fært niður í 5,4 með þeim rökum að óvissan sé enn slík að hækka þurfi áhættuálag við mat á greiðslu fyrir hlutabréfin frá Magma. Þetta er gert þrátt fyrir að Magma hafi lagt umtalsverða fjármuni í HS Orku og hafi því mikla hagsmuni af því að hlutabréfin í HS Orku haldi virði sínu. Þessi niðurfærsla í bókunum felur vitaskuld ekki í sér greiðslur heldur reiknaða niðurfærslu þar til skuldabréfið er að fullu greitt. Það var órofa samstaða um það í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í júlí 2007 að ráðast í að kaupa þriðjungshlut í Hitaveitu Suðurnesja. Þá sáu menn ekki fyrir þá þyrnum stráðu braut, sem framundan var, vörðuð niðurstöðu samkeppnisyfirvalda, ágreiningi við Hafnarfjarðarbæ, uppskiptingu fyrirtækja og loks þeim efnahagslegu þrengingum sem allt þjóðarbúið rataði í. Niðurfærslur frá upphaflegu verðmæti hlutar Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku eiga meðal annars að endurspegla að enn er óvissunni ekki eytt. Það er hinsvegar búið að taka stór skref í að draga úr henni og þar með áhættu í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Allt frá því samkeppnisyfirvöld ákváðu að Orkuveita Reykjavíkur mætti ekki eiga allan þann hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sem keyptur var um mitt ár 2007, hefur raunverulegt verðmæti hans verið óvisst. Þvinguð sala er ekki heppileg. Ekki minnkaði óvissan við þann ágreining sem var uppi milli Orkuveitunnar og Hafnarfjarðarbæjar um kaup á hlut bæjarins. Hann rataði til dómstóla og var dómur héraðsdóms, sem féll í apríl 2008, Orkuveitunni í óhag. Hún skyldi greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og nú leið að þeim fresti sem samkeppnisyfirvöld höfðu gefið OR til að losna við hlutinn. Á meðan á þessu stóð, var Hitaveitu Suðurnesja skipt upp í tvö fyrirtæki, sem einfaldaði ekki málin. Haustið 2008 hrundi svo gengi íslensku krónunnar, sem hafði veruleg áhrif á efnahagsreikninga orkufyrirtækjanna, sem staðið hafa í miklum uppbyggingarverkefnum á undanförnum árum. Eins og nærri má geta jók sú atburðarás öll enn á óvissuna um hvert verðmæti hlutarins væri í raun. Þessu þurfti að greiða úr; að hlýða boði yfirvalda, ná sátt milli deiluaðila, draga úr þeirri óvissu sem eignarhald HS var í og þá myndi einnig skýrast hvaða verðmæti ættu að færast í bókum OR. Úr varð að hluturinn var settur í opið og gagnsætt söluferli ásamt því að unnið var að samkomulagi við Hafnfirðinga. Kaupandi fannst, sem var reiðbúinn að greiða ásættanlegt verð, og gert var samkomulag um fullnaðaruppgjör við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Kaupandinn var kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy, sem nokkru áður hafði keypt hlut í HS Orku af öðrum hluthafa. Kaupgengið var 6,31 og skyldi verðið greitt að 30% í reiðufé að söluskilmálum uppfylltum og skuldabréfi, sem gert skyldi upp með eingreiðslu í lok sjö ára samningstíma. Veð að baki skuldabréfinu er allur hinn seldi eignarhlutur, líka sá hluti hans sem er staðgreiddur og fær Magma ekki bréfin fyrr en fullnaðargreiðsla hefur farið fram. Þá samdist um að yrði þróun álverðs á heimsmarkaði hagstæð, hækki kaupverðið frekar. Þessi viðskipti eru enn ekki gengin í gegn. Óvissa er því enn fyrir hendi. Frá því OR samdi við Magma hafa verið viðskipti með hlutabréf í HS Orku á genginu 4,7. Þeir alþjóðlegu reikningsskilastaðlar, sem Orkuveita Reykjavíkur fylgir, bjóða að taka þurfi tillit til þessa við að færa verðmæti eignarhlutar OR í HS Orku til bókar. Við gerð Árshlutauppgjörs Orkuveitunnar 30. júní 2009 voru hlutabréfin færð niður í gengið 6,31. Í árshlutareikningi Orkuveitunnar 30. september 2009 er gengi bréfanna fært niður í 5,4 með þeim rökum að óvissan sé enn slík að hækka þurfi áhættuálag við mat á greiðslu fyrir hlutabréfin frá Magma. Þetta er gert þrátt fyrir að Magma hafi lagt umtalsverða fjármuni í HS Orku og hafi því mikla hagsmuni af því að hlutabréfin í HS Orku haldi virði sínu. Þessi niðurfærsla í bókunum felur vitaskuld ekki í sér greiðslur heldur reiknaða niðurfærslu þar til skuldabréfið er að fullu greitt. Það var órofa samstaða um það í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í júlí 2007 að ráðast í að kaupa þriðjungshlut í Hitaveitu Suðurnesja. Þá sáu menn ekki fyrir þá þyrnum stráðu braut, sem framundan var, vörðuð niðurstöðu samkeppnisyfirvalda, ágreiningi við Hafnarfjarðarbæ, uppskiptingu fyrirtækja og loks þeim efnahagslegu þrengingum sem allt þjóðarbúið rataði í. Niðurfærslur frá upphaflegu verðmæti hlutar Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku eiga meðal annars að endurspegla að enn er óvissunni ekki eytt. Það er hinsvegar búið að taka stór skref í að draga úr henni og þar með áhættu í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar