Innlent

Segir hækkun skólagjalda nauðsynlega

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Menntamálaráðherra segir að nýsamþykktar breytingar á lögum um framhaldsskóla um hækkun á skólagjöldum nemenda í kvöldskóla hafi verið nauðsynleg aðgerð vegna niðurskurðar.

Alþingi þrefaldaði skólagjöldin hjá nemendum í kvöldskóla núna rétt fyrir jólin, að því er virðist án nokkurrar umræðu.

Samkvæmt nýsamþykktum lögum kostar rúmlega 260 þúsund krónur að sækja 35 eininga nám í kvöldskóla, en í lög um framhaldsskóla var sett inn ákvæði til bráðabirgða þar sem framhaldsskólum var heimilað að taka gjald sem nemur 7.500 krónum á hverja einingu, en upphæðin var áður 2.500 krónur á einingu.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg vegna niðurskurðar, en reynt hafi verið að mæta sparnaði með því að skera niður viðbótarþjónustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×