Erlent

Cherie Blair með svínaflensu

Cherie Blair
Cherie Blair
Cherie Blair, eiginkona Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta, er hugsanlega með svínaflensu, eftir því sem breska götublaðið The Sun greinir frá. Af þeim sökum hefur hún þurft að afboða komu sína á ýmsar opinberar uppákomur.

Frú Blair fór að finna fyrir vanlíðan í byrjun vikunnar og er talið að hún hafi verið greind með flensuna á þriðjudag. Læknar gáfu henni skammt af lyfinu Tamiflu og liggur hún núna fyrir meðan hún berst við veiruna.

Meðal þeirra uppákoma sem hún hefur þurft að afboða komu sína á er viðtaka heiðurs gráðu frá Liverpool Hope háskólanum sem átti að veita henni í dag. Þá hefur grillveisla verið blásin af vegna flensunnar.

Fyrrum forsætisráðherran og eiginmaður Cherie, Tony Blair, hefur ekki smitast og ekki börn þeirra heldur. Búist er við því að Cherie verði búin að ná fyrri styrk næsta mánudag og verði þá einnig hætt að smita.

Starfsfólk Tony Blairs hefur ekki viljað tjá sig um málið. Cheri Blair er „háttsettasta" manneskjan sem fengið hefur flensuna í Bretlandi hingað til.

Búist er við því að þúsundir manna grípi flensuna í ágúst áður en næsta lota hefst í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×