Erlent

Borgaði 23 þúsund billjónir

Bandarískur maður fékk rúmlega 23 þúsund billjóna (23 milljónir milljarða) dala kreditkortareikning eftir að hann keypti einn sígarettupakka á bensínstöð.

Upphæðin er margfalt hærri en þjóðarskuldir Banda­ríkjanna.

Maðurinn, Josh Muszynski að nafni, uppgötvaði þetta þegar hann fór á heimabankann sinn. Hann eyddi því næst tveimur klukkutímum í það að reyna að sannfæra bankann um að mistök hefðu verið gerð.

Að lokum viðurkenndi bankinn mistökin og leiðrétti færsluna.

„Ég hélt að einhver hefði keypt Evrópu með kreditkortinu mínu," sagði Josh. Enn hefur þó ekki verið upplýst hvernig þetta gat gerst.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×