Vonda skapið æskilegra sýnir rannsókn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2009 08:42 Ástralar telja sig nú hafa sýnt fram á það með rannsókn að ákaflega hollt sé að vera í mjög vondu skapi annað slagið. Skaphundar heimsins geta nú heldur betur tekið gleði sína eftir að sálfræðiprófessorinn Joseph Forgas við Háskólann í New South Wales í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að fólk í vondu skapi tekur betur eftir umhverfi sínu og hugsar á mun gagnrýnni hátt en við sem önum gegnum daginn á bleiku skýi með heimskulegt glott. Ljúflingarnir búa reyndar að jafnaði yfir meiri sköpunargáfu og eru samvinnuþýðari og almennt sveigjanlegri en hver hefur áhuga á svoleiðis fólki? Og hvernig rannsaka sálfræðingar svona lagað? Forgas og samstarfsfólk hans kom hópi fólks í ömurlegt skap með því að láta það horfa á leiðinlegar kvikmyndir og rifja upp verstu augnablik ævi sinnar. Þegar þessi hópur var svo borinn saman við annan og hressari hóp kom í ljós að fúli hópurinn hrapaði síður að vafasömum ályktunum og lét fordóma síður afvegaleiða sig við ákvarðanatöku. Hrygga fólkið varð meira að segja mun pennafærara en ella í hryggð sinni og setti fram lipran texta með góðum rökstuðningi. Þá reyndust neikvæðar hugsanir stórbæta minni fólks líka. Rannsóknin er kynnt í nýjasta tölublaði Australian Science og nú skulum við bara muna það að lífið er ömurlegt. Þá gengur allt miklu betur. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Ástralar telja sig nú hafa sýnt fram á það með rannsókn að ákaflega hollt sé að vera í mjög vondu skapi annað slagið. Skaphundar heimsins geta nú heldur betur tekið gleði sína eftir að sálfræðiprófessorinn Joseph Forgas við Háskólann í New South Wales í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að fólk í vondu skapi tekur betur eftir umhverfi sínu og hugsar á mun gagnrýnni hátt en við sem önum gegnum daginn á bleiku skýi með heimskulegt glott. Ljúflingarnir búa reyndar að jafnaði yfir meiri sköpunargáfu og eru samvinnuþýðari og almennt sveigjanlegri en hver hefur áhuga á svoleiðis fólki? Og hvernig rannsaka sálfræðingar svona lagað? Forgas og samstarfsfólk hans kom hópi fólks í ömurlegt skap með því að láta það horfa á leiðinlegar kvikmyndir og rifja upp verstu augnablik ævi sinnar. Þegar þessi hópur var svo borinn saman við annan og hressari hóp kom í ljós að fúli hópurinn hrapaði síður að vafasömum ályktunum og lét fordóma síður afvegaleiða sig við ákvarðanatöku. Hrygga fólkið varð meira að segja mun pennafærara en ella í hryggð sinni og setti fram lipran texta með góðum rökstuðningi. Þá reyndust neikvæðar hugsanir stórbæta minni fólks líka. Rannsóknin er kynnt í nýjasta tölublaði Australian Science og nú skulum við bara muna það að lífið er ömurlegt. Þá gengur allt miklu betur.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira