Erlent

Bretum leiðbeint um framkomu við fastandi múslima

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starfsmenn breska innanríkisráðuneytisins fengu í síðustu viku afhentan fimm blaðsíðna leiðbeiningabækling um framkomu í garð múslima í föstumánuðinum ramadan en honum lauk núna um helgina. Í bæklingnum var fólki meðal annars bent á að reyna að forðast að borða fyrir framan þá vinnufélaga sína sem játuðu múhameðstrú og föstuðu í mánuðinum. Þetta gæti gert þá svanga og pirraða og hugsanlega skemmt fyrir þeim föstuna. Þá var yfirmönnum bent á að sýna því skilning að daglegar venjur múslima breyttust á ramadan og væri til dæmis æskilegt að bjóða þeim upp á sveigjanleika í vinnutíma, til dæmis að mæta til vinnu fyrr á morgnana og hætta fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×