Erlent

Barn kafnaði við brjóstagjöf

Óli Tynes skrifar

Fjögurra mánaða gamalt barn kafnaði þegar móðir þess sofnaði við að gefa því brjóst í einni af flugvélum United Airlines.

Konan sem er 29 ára gömul er af egypskum uppruna. Hún var á leið með barnið frá Washington til Kúveit til þess að sýna það ættingjum sem þar búa.

Áhöfn vélarinnar heyrði óp móðurinnar þegar hún uppgötvaði hvað hafði gerst. Læknir um borð gerði lífgunartilraunir á barninu og vélinni var snúið til Heathrow flugvallar. Þar var barnið úrskurðað látið.

Talsmaður bresku lögreglunnar sagði í viðtali við fjölmiðla að þetta virðist hafa verið sorglegt slys.

Bresk samtök mæðra um brjóstagjöf segja að það sé mjög hættulegt að halda á barni meðan setið sé uppi í rúmi, sérstaklega ef móðirin sofni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×