Innlent

Framsóknarmenn í Kópavogi halda prófkjör

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kópavogur. Mynd/ GVA.
Kópavogur. Mynd/ GVA.
Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi hefur ákveðið að efna til prófkjörs 27. febrúar næstkomandi um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins til setu á framboðslista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar í vor.

Í fréttatilkynningu vegna prófkjörsins kemur fram að rétt til að kjósa í prófkjörinu eigi flokksbundnir framsóknarmenn sem eigi lögheimili í Kópavogi og hafi náð 18 ára aldri á kjördag. Kosið verði í 6 sæti.

Una María Óskarsdóttir, nýkjörinn formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi, segist merkja mjög vaxandi áhuga á Framsóknarflokknum og stefnu hans eins og stöðugt aukið fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum staðfesti. Hún eigi því von á öflugum hópi frambjóðanda og mikilli þátttöku flokksmanna í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×