Erlent

Íranar handtaka áhöfn af seglskútu

Óli Tynes skrifar
Fjórir af bresku áhöfninni sem Íranar hafa í haldi.
Fjórir af bresku áhöfninni sem Íranar hafa í haldi.

Íranar hafa í haldi fimm breska skipverja af kappsiglingasnekkju sem þeir segja að hafi komið inn í landhelgi sína síðastliðin miðvikudag.

Málið hefur farið leynt þartil í gær að breska utanríkisráðuneytið sagði frá því að mennirnir væru í haldi. Seglskútan átti að taka þátt í siglingakeppni milli Dúbai og Múskat.

Íranar hafa staðfest að þeir hafi mennina í haldi og muni taka á þeim kröftuglega ef í ljós komi að þeir hafi haft illt í hyggju.

Íranar hafa einnig í haldi þrjá bandaríska ferðamenn sem villtust yfir landamærin frá Írak í júlí í sumar. Ríkissaksíknari landsins vill ákæra þá fyrir njósnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×