Erlent

Þrjár púmur skotnar í Bresku-Kólumbíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrjár púmur hafa verið skotnar nærri kanadíska bænum Princeton í Bresku-Kólumbíu það sem af er mánuðinum. Í tveimur tilfellum munaði minnstu að dýrin hefðu verið búin að ráðast á börn. Ekki er langt síðan tveggja ára stúlka slapp með skrámur eftir árás púmu en móður hennar tókst að flæma skepnuna burtu með öskrum og barsmíðum. Sérfræðingar segja að dýrin laðist að börnum vegna hreyfinga þeirra og hárra radda. Töluvert er um villt dýr í og við Princeton sem er uppi í fjöllum austur af Vancouver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×