Lífið

Familjen væntanlegur til landsins

Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar.
Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar.

Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar n.k. þar sem hann mun koma fram á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Hann spilaði hér síðast á Iceland Airwaves í október s.l. og vakti mikla lukku. Hann var án efa eitt af spútnik atriðum hátíðarinnar og fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína.

Lag hans "Det Snurrar i Min Skalle" hefur verið að gera það gott á öldum ljósvakans en það lag vann nýlega til verðlauna sem besta myndbandið á sænsku Grammý verðlauna hátíðinni er haldinn var í Stokkhólmi fyrir skömmu. Familjen á dyggan hóp aðdáenda hér á landi og virðist mikill áhugi fyrir komu hans hingað því er fólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma.

Miðasalan hefst nú á fimmtudaginn 15. janúar kl 10.00, og er miðaverð í forsölu 2500 kr. Húsið opnar kl 23:00 þann 6. febrúar, en upphitun verður kynnt innan tíðar. Aldurstakmark er 20 ár.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.