Erlent

Bresk ferðaþjónusta berst í bökkum vegna ruddalegs starfsfólks

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hið forna mannvirki Stonehenge er meðal þess sem laðar ferðamenn til Bretlands.
Hið forna mannvirki Stonehenge er meðal þess sem laðar ferðamenn til Bretlands.

Breska ferðaþjónustan á á hættu að tapa sem nemur rúmlega 750 milljörðum króna komi tvennt ekki til - pundið hætti að veikjast og breskir hótelstarfsmenn venji sig á almenna mannasiði.

Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir formanni samtakanna Visit Britain sem heldur því fram að örir skapsmunir hótelstarfsfólks séu að verða stórvandamál auk þess sem almenn þjónusta fari versnandi. Notuð sápustykki og trosnuð handklæði séu orðin algeng sjón á hótelherbergjum og ánægja hótelgesta dvíni í takt.

Samhliða fjárhagslegu tapi segir formaðurinn allt að 50.000 ferðaþjónustustörf í hættu, fari sem horfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×