Innlent

Útskrifuð af gjörgæslu eftir tunnuslys

Önnur konan sem lenti í tunnuslysi verður útskrifuð af gjörgæslu í dag.
Önnur konan sem lenti í tunnuslysi verður útskrifuð af gjörgæslu í dag.

Önnur kvennanna sem lenti í alvarlegu vinnuslysi í Þykkvabæ fyrir helgi, verður útskrifuð af gjörgæslu í dag. Hin konan er enn haldið sofandi en hún er í öndunarvél. Samkvæmt vakthafandi lækni er ástand hennar stöðugt.

Það var á föstudaginn sem konurnar voru við vinnu sína í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ. Þá virðist tunnulok hafa sprungið af majónestunnu með þeim afleiðingum að lokið fór í höfuð og andlit kvennanna. Þær voru sóttar með þyrlu og færðar undir læknishendur á Borgarspítalann. Þar hafa þær síðan legið á gjörgæslu.

Lögreglan á Selfossi auk vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×