Akureyringar með bakið upp við vegg Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:59 Andri Snær í leik gegn FH. Mynd/Akureyri Handboltafélag Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira