Erlent

Lögregluhundar engin lömb að leika við

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir innbrotsþjófar í danska bænum Fredrikshavn fengu að reyna það í nótt að ekki borgar sig að streitast á móti hundum lögreglunnar. Mennirnir höfðu brotið sér leið inn í verslun þegar lögregla kom á staðinn með hunda sér til fulltingis. Hundarnir eltu þjófana uppi og stöðvuðu för þeirra og hlaut annar þjófurinn nokkur meiðsli þegar hann taldi sig geta losnað úr gini dýrsins. Gera þurfti að sárum hans á sjúkrahúsi áður en hann var vistaður í fangageymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×