Erlent

Barþjónn skotinn í Horsens

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Slagsmálum á bar í bænum Horsens á Austur-Jótlandi í nótt lyktaði með því að barþjónn var skotinn með haglabyssu en ætlun þess sem skaut var þó að hæfa annan mann sem hann hafði átt í illdeilum við. Sá hafði hent skotmanninum út af barnum en hann sótti þá haglabyssu í bíl sinn og skaut inn um glugga barsins með fyrrgreindum afleiðingum. Barþjónninn fékk fjögur högl í sig og er ekki alvarlega slasaður. Sá sem skaut var handtekinn skömmu síðar þar sem hann var á gangi með haglabyssuna og á nú yfir höfði sér ákæru fyrir morðtilraun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×