Innlent

Áframhaldandi samstarf við AGS mikilvægt

MYND/DANÍEL

Jóhanna Sigurðardóttir var beitt á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar á Hótel Borg fyrir stundu. Þar sagði hún að allir sínir ráðherrar þyrftu að vinna hratt, af festu og ábyrgð til þess að heimilin í landinu sjái að ný ríkisstjórn ætli að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún sagði einnig grundvallaratriði að halda áfram samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hún sagði mörg verkefni liggja fyrir og vonandi væri hægt að ráðast í þau strax í næstu viku. Hún sagði nýja ríkisstjórn ætla að ráðast í breytingar á stjórnarskrá.

Einnig væri mikilvægt að örva fjárfestingaraðila bæði innlenda sem erlendra. Hún sagði einnig mjög brýnt að verðmeta eignir nýju bankanna og því yrði hraðað eins og kostur væri.

Einnig væri mikilvægt að standa vörð um þá alþjóðlegu samninga sem gerðir hafa verið og grundvallaratriði í því væri að vinna náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Meðfylgjandi er verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×