Erlent

Harry Potter veitt uppreist æru

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Potter getur andað léttar þar sem páfinn hefur reist æru hans á ný eftir margra ára andúð.
Potter getur andað léttar þar sem páfinn hefur reist æru hans á ný eftir margra ára andúð.

Harry Potter hefur verið veitt uppreist æru innan Páfagarðs og hreinsaður af áburði um djöfladýrkun auk annars. Í nýjasta tölublaði Osservatore Romano, sem Páfagarður gefur út, hlýtur nýjasta kvikmyndinn um piltinn göldrótta jákvæða dóma og segir að loksins séu farin að sjást nægilega skýr mörk milli góðs og ills til að þóknanlegt sé kaþólsku kirkjunni. Gagnrýni á bækur og kvikmyndir um Potter hefur verið allt annað en jákvæð hingað til en loksins tókst, með sjöttu myndinni, að snúa afstöðu klerkanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×