Innlent

Stóreykur stuðning við sérstakan saksóknara

Steingrímur J. Sigfússon fyrir framan forlátan Volvo. Hann vill stórauka stuðning við saksóknara.
Steingrímur J. Sigfússon fyrir framan forlátan Volvo. Hann vill stórauka stuðning við saksóknara.

Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils nú fyrr stundu að hann hygðist stórauka stuðning við embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur legiðundir gagnrýni um að vera fjársvelt og fáir sem starfa fyrir það en nú eru fjórir sem þar starfa. Frumvarp þess eðlis liggur fyrir inn á þingi að hans sögn.

„Embættið verður nú styrkt verulega og það mun ekki standa á fjármálaráðuenytinu að leggja pening í það. Þó það kosti pening þá er það hverra krónu virði," sagði Steingrímur í viðtali við Egil í hádeginu.

Hann sagðist ennfremur að aðalatriðið væri þó að íslenska þjóðin myndi aldrei komast frá bankahruninu ef það yrði ekki rannsakað að fullu.

Í sama viðtali sagði Steingrímur aðspurður um bankaleyndina að hann væri sammála viðskiptaráðherranum, Gylfa Magnússyni um að rýmka þyrfti á reglum þar af lútandi. Að mati Steingríms hefur verið dálítil misnotkun á leyndinni og nefndi í því samhengi að bankar og stórir aðilar í fjármálalífinu nýttu sér ákvæðið til þess að leyna því sem þeir væru að gera.

„Bankaleynd er ekki skjól," sagði Steingrímur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×