Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram 28. september 2009 06:00 Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun