Innlent

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandi

Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Klettsháls er ófær eins og er en verður mokaður. Þæfingsfærð er á nokkrum leiðum á norðanverðum Vestfjörðum en þar er verið að hreinsa.

Það er þæfingur á Þverárfjalli og til Siglufjarðar en moksturstæki eru að renna yfir. Á Norðurlandi eystra er langt komið að hreinsa vegi og er þar víðast hvar hálka eða snjóþekja. Þó er enn ófært um Hólasand.

Talsverð ofankoma er á Austurlandi og er beðið með mokstur á Breiðdalsheiði en á öðrum leiðum er víðast snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×