Erlent

Obama og Medvedev ætla að ræða fækkun kjarnavopna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama verður í Kaupmannahöfn í dag. Mynd/ AP.
Obama verður í Kaupmannahöfn í dag. Mynd/ AP.
Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Dmitry Medvedev forseti Rússlands hyggjast ræða fækkun kjarnavopna þegar þeir hittast á loftslagsráðstefnunni i Kaupmannahöfn í dag. Þetta fullyrðir ónafngreindur bandarískur embættismaður í samtali við fréttastofu BBC. Samkomulag um fækkun kjarnavopna er runnið úr gildi og stefnt hafði verið að því að skrifa undir nýtt samkomulag fyrir áramót.

New York Times greindi frá á dögunum að rætt væri um að nýja samkomulagið yrði undirritað í Helsinki, Genf eða í Reykjavík. Ekkert hefur heyrst frekar af þeim áformum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×