Fyrirmyndarlottó 18. desember 2009 04:15 Helga G. Guðjónsdóttir skrifar um Lottó. Að undanförnu hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum um Íslenska getspá eða Lottóið. Tveir menn hafa verið þar fyrirferðarmiklir. Annar er Eiður Guðnason, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sendiherra, en hinn er Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. Ólíkt hafast þeir að þessir heiðursmenn þó svo að báðir telji að nú sé tími til kominn að skipta lottóágóða Íslenskrar getspár með öðrum hætti en verið hefur því báðir hafa þeir mikinn áhuga á að menningargeirinn fái hlutdeild í ágóðanum af Lottóinu. Starf ungmennafélagshreyfingarinnar virðis ekki að þeirra mati vera menning. Síðast þegar ég vissi er mikið menningarstarf unnið innan ungmennafélagshreyfingarinnar en ef til vill þarf að upplýsa okkur sem þar störfum um hvað menning er. Ágúst Guðmundsson er í hópi einstaklinga sem undanfarin ár hafa af og til ritað greinar í fjölmiðla þar sem krafist hefur verið hlutdeildar „menningargeirans" að ágóða Lottósins. Það verður að segja honum til hróss að hann er frekar málefnalegur og upplýsandi í skrifum sínu og fræðir lesendur t.d. um hvernig skiptingunni á lottóágóða er háttað s.s. í Bretlandi en alltaf þarf að gæta þess þegar upplýsingar eru settar fram að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Það verður ekki deilt á hann fyrir að vilja hag bandalags íslenskra listamanna sem mestan og leita allra leiða til þess að styrkja það starf sem hann er í forsvari fyrir. Það verður þó að segjast að ef uppskeran úr eigin garði er ekki ásættanleg er ekki við hæfi að ætla þá að sækja það sem á vantar í garð nágrannans. Á framgöngu Eiðs Guðnasonar er hins vegar erfitt að átta sig. Hvað gengur honum til með málflutningi sínum? Hann segist hafa verið óánægður með þetta fyrirkomulag sem lagt var til grundvallar í upphafi og sé það enn. Og það þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Málflutningur hans er í besta falli órökstuddar fullyrðingar og dylgjur um hvernig ungmennafélagshreyfingin ráðstafar þeim fjármunum sem hún fær frá Íslenskri getspá og nægir í þessu sambandi að vísa í fullyrðingar Eiðs sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 2. og 10. sl. í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins 16. þessa mánaðar og í morgunþætti Bylgjunnar hinn 17. desember um að lottóágóðinn sé nýttur í að greiða ofurlaun íþróttamanna og í lóða- og hótelbrask í miðbæ Reykjavíkur. Eiður virðist ekki hafa kynnt sér hver hlutdeild Ungmennafélag Íslands er í ágóða Lottósins sé tekið mið af skrifum hans og er rétt að láta hann njóta vafans í því efni heldur en að ætla honum að fara vísvitandi með rangt eða villandi mál. En til að upplýsa hann og aðra lesendur er hlutdeild UMFÍ 13,33% af hagnaði Lottósins hverju sinni. Árið 2008 voru tekjur UMFÍ samtals af Lottó kr. 74.194.931. Af þessari upphæð renna 86% til sambandsaðila út um allt land en 14% til UMFÍ eða innan við 10 milljónir. Að halda því fram að Ungmennafélag Íslands sem samanstendur af 30 sambandsaðilum, yfir 300 félögum með á annað hundrað þúsund félagsmenn alls staðar að af landinu noti ágóðahlut sinn af lottóinu í lóðabrask og hótelrekstur er svo fráleitt að það er ekki svara vert enda dæma slík ummæli sig sjálf. Ungmennafélag Íslands er stærsta og fjölmennasta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi og þeir fjármunir sem hreyfingin er studd með eru nýttir í ræktun lýðs og lands og er starfið unnið af þúsundum sjálfboðaliða. Það var sannfæring Alþingis þegar lögin um Íslenska getspá voru sett og það er sannfæring mín og fjölmargra annarra að fjármunum sem varið er í íþrótta- og ungmennafélagsstarf, þar með talið lottófjármunum, sé skynsamleg ráðstöfun enda sýna rannsóknir að slík starfsemi sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Ungmennafélag Íslands með alla sína félagsmenn stendur fyrir öflugri og mikilvægri starfsemi meðal annars íþróttum, leiklist, umhverfismálum, forvarnamálum og er starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar talin ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ungmennafélag Íslands ásamt ÍSÍ er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og um leið stærsta barna- og unglingahreyfing landsins. Fjármagnið sem við fáum frá Íslenskri getspá hefur verið stór póstur í okkar starfi. Það er sárt til þess að vita að maður sem hefur verið fulltrúi íslenskrar þjóðar bæði innanlands og utan ráðist með þeim hætti sem hann hefur gert að öllu því góða fólki sem hefur unnið og er að vinna innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Um leið og ég óska Eiði og öllum öðrum gleðilegra jóla vil ég bjóða hann velkominn á þjónustumiðstöð UMFÍ til að fræðast um starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar. Það verður okkur sönn ánægja að gera honum grein fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er innan UMFÍ og við erum svo stolt af. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Helga G. Guðjónsdóttir skrifar um Lottó. Að undanförnu hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum um Íslenska getspá eða Lottóið. Tveir menn hafa verið þar fyrirferðarmiklir. Annar er Eiður Guðnason, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sendiherra, en hinn er Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. Ólíkt hafast þeir að þessir heiðursmenn þó svo að báðir telji að nú sé tími til kominn að skipta lottóágóða Íslenskrar getspár með öðrum hætti en verið hefur því báðir hafa þeir mikinn áhuga á að menningargeirinn fái hlutdeild í ágóðanum af Lottóinu. Starf ungmennafélagshreyfingarinnar virðis ekki að þeirra mati vera menning. Síðast þegar ég vissi er mikið menningarstarf unnið innan ungmennafélagshreyfingarinnar en ef til vill þarf að upplýsa okkur sem þar störfum um hvað menning er. Ágúst Guðmundsson er í hópi einstaklinga sem undanfarin ár hafa af og til ritað greinar í fjölmiðla þar sem krafist hefur verið hlutdeildar „menningargeirans" að ágóða Lottósins. Það verður að segja honum til hróss að hann er frekar málefnalegur og upplýsandi í skrifum sínu og fræðir lesendur t.d. um hvernig skiptingunni á lottóágóða er háttað s.s. í Bretlandi en alltaf þarf að gæta þess þegar upplýsingar eru settar fram að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Það verður ekki deilt á hann fyrir að vilja hag bandalags íslenskra listamanna sem mestan og leita allra leiða til þess að styrkja það starf sem hann er í forsvari fyrir. Það verður þó að segjast að ef uppskeran úr eigin garði er ekki ásættanleg er ekki við hæfi að ætla þá að sækja það sem á vantar í garð nágrannans. Á framgöngu Eiðs Guðnasonar er hins vegar erfitt að átta sig. Hvað gengur honum til með málflutningi sínum? Hann segist hafa verið óánægður með þetta fyrirkomulag sem lagt var til grundvallar í upphafi og sé það enn. Og það þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Málflutningur hans er í besta falli órökstuddar fullyrðingar og dylgjur um hvernig ungmennafélagshreyfingin ráðstafar þeim fjármunum sem hún fær frá Íslenskri getspá og nægir í þessu sambandi að vísa í fullyrðingar Eiðs sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 2. og 10. sl. í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins 16. þessa mánaðar og í morgunþætti Bylgjunnar hinn 17. desember um að lottóágóðinn sé nýttur í að greiða ofurlaun íþróttamanna og í lóða- og hótelbrask í miðbæ Reykjavíkur. Eiður virðist ekki hafa kynnt sér hver hlutdeild Ungmennafélag Íslands er í ágóða Lottósins sé tekið mið af skrifum hans og er rétt að láta hann njóta vafans í því efni heldur en að ætla honum að fara vísvitandi með rangt eða villandi mál. En til að upplýsa hann og aðra lesendur er hlutdeild UMFÍ 13,33% af hagnaði Lottósins hverju sinni. Árið 2008 voru tekjur UMFÍ samtals af Lottó kr. 74.194.931. Af þessari upphæð renna 86% til sambandsaðila út um allt land en 14% til UMFÍ eða innan við 10 milljónir. Að halda því fram að Ungmennafélag Íslands sem samanstendur af 30 sambandsaðilum, yfir 300 félögum með á annað hundrað þúsund félagsmenn alls staðar að af landinu noti ágóðahlut sinn af lottóinu í lóðabrask og hótelrekstur er svo fráleitt að það er ekki svara vert enda dæma slík ummæli sig sjálf. Ungmennafélag Íslands er stærsta og fjölmennasta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi og þeir fjármunir sem hreyfingin er studd með eru nýttir í ræktun lýðs og lands og er starfið unnið af þúsundum sjálfboðaliða. Það var sannfæring Alþingis þegar lögin um Íslenska getspá voru sett og það er sannfæring mín og fjölmargra annarra að fjármunum sem varið er í íþrótta- og ungmennafélagsstarf, þar með talið lottófjármunum, sé skynsamleg ráðstöfun enda sýna rannsóknir að slík starfsemi sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Ungmennafélag Íslands með alla sína félagsmenn stendur fyrir öflugri og mikilvægri starfsemi meðal annars íþróttum, leiklist, umhverfismálum, forvarnamálum og er starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar talin ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ungmennafélag Íslands ásamt ÍSÍ er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og um leið stærsta barna- og unglingahreyfing landsins. Fjármagnið sem við fáum frá Íslenskri getspá hefur verið stór póstur í okkar starfi. Það er sárt til þess að vita að maður sem hefur verið fulltrúi íslenskrar þjóðar bæði innanlands og utan ráðist með þeim hætti sem hann hefur gert að öllu því góða fólki sem hefur unnið og er að vinna innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Um leið og ég óska Eiði og öllum öðrum gleðilegra jóla vil ég bjóða hann velkominn á þjónustumiðstöð UMFÍ til að fræðast um starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar. Það verður okkur sönn ánægja að gera honum grein fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er innan UMFÍ og við erum svo stolt af. Höfundur er formaður UMFÍ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar