Fyrirmyndarlottó 18. desember 2009 04:15 Helga G. Guðjónsdóttir skrifar um Lottó. Að undanförnu hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum um Íslenska getspá eða Lottóið. Tveir menn hafa verið þar fyrirferðarmiklir. Annar er Eiður Guðnason, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sendiherra, en hinn er Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. Ólíkt hafast þeir að þessir heiðursmenn þó svo að báðir telji að nú sé tími til kominn að skipta lottóágóða Íslenskrar getspár með öðrum hætti en verið hefur því báðir hafa þeir mikinn áhuga á að menningargeirinn fái hlutdeild í ágóðanum af Lottóinu. Starf ungmennafélagshreyfingarinnar virðis ekki að þeirra mati vera menning. Síðast þegar ég vissi er mikið menningarstarf unnið innan ungmennafélagshreyfingarinnar en ef til vill þarf að upplýsa okkur sem þar störfum um hvað menning er. Ágúst Guðmundsson er í hópi einstaklinga sem undanfarin ár hafa af og til ritað greinar í fjölmiðla þar sem krafist hefur verið hlutdeildar „menningargeirans" að ágóða Lottósins. Það verður að segja honum til hróss að hann er frekar málefnalegur og upplýsandi í skrifum sínu og fræðir lesendur t.d. um hvernig skiptingunni á lottóágóða er háttað s.s. í Bretlandi en alltaf þarf að gæta þess þegar upplýsingar eru settar fram að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Það verður ekki deilt á hann fyrir að vilja hag bandalags íslenskra listamanna sem mestan og leita allra leiða til þess að styrkja það starf sem hann er í forsvari fyrir. Það verður þó að segjast að ef uppskeran úr eigin garði er ekki ásættanleg er ekki við hæfi að ætla þá að sækja það sem á vantar í garð nágrannans. Á framgöngu Eiðs Guðnasonar er hins vegar erfitt að átta sig. Hvað gengur honum til með málflutningi sínum? Hann segist hafa verið óánægður með þetta fyrirkomulag sem lagt var til grundvallar í upphafi og sé það enn. Og það þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Málflutningur hans er í besta falli órökstuddar fullyrðingar og dylgjur um hvernig ungmennafélagshreyfingin ráðstafar þeim fjármunum sem hún fær frá Íslenskri getspá og nægir í þessu sambandi að vísa í fullyrðingar Eiðs sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 2. og 10. sl. í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins 16. þessa mánaðar og í morgunþætti Bylgjunnar hinn 17. desember um að lottóágóðinn sé nýttur í að greiða ofurlaun íþróttamanna og í lóða- og hótelbrask í miðbæ Reykjavíkur. Eiður virðist ekki hafa kynnt sér hver hlutdeild Ungmennafélag Íslands er í ágóða Lottósins sé tekið mið af skrifum hans og er rétt að láta hann njóta vafans í því efni heldur en að ætla honum að fara vísvitandi með rangt eða villandi mál. En til að upplýsa hann og aðra lesendur er hlutdeild UMFÍ 13,33% af hagnaði Lottósins hverju sinni. Árið 2008 voru tekjur UMFÍ samtals af Lottó kr. 74.194.931. Af þessari upphæð renna 86% til sambandsaðila út um allt land en 14% til UMFÍ eða innan við 10 milljónir. Að halda því fram að Ungmennafélag Íslands sem samanstendur af 30 sambandsaðilum, yfir 300 félögum með á annað hundrað þúsund félagsmenn alls staðar að af landinu noti ágóðahlut sinn af lottóinu í lóðabrask og hótelrekstur er svo fráleitt að það er ekki svara vert enda dæma slík ummæli sig sjálf. Ungmennafélag Íslands er stærsta og fjölmennasta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi og þeir fjármunir sem hreyfingin er studd með eru nýttir í ræktun lýðs og lands og er starfið unnið af þúsundum sjálfboðaliða. Það var sannfæring Alþingis þegar lögin um Íslenska getspá voru sett og það er sannfæring mín og fjölmargra annarra að fjármunum sem varið er í íþrótta- og ungmennafélagsstarf, þar með talið lottófjármunum, sé skynsamleg ráðstöfun enda sýna rannsóknir að slík starfsemi sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Ungmennafélag Íslands með alla sína félagsmenn stendur fyrir öflugri og mikilvægri starfsemi meðal annars íþróttum, leiklist, umhverfismálum, forvarnamálum og er starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar talin ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ungmennafélag Íslands ásamt ÍSÍ er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og um leið stærsta barna- og unglingahreyfing landsins. Fjármagnið sem við fáum frá Íslenskri getspá hefur verið stór póstur í okkar starfi. Það er sárt til þess að vita að maður sem hefur verið fulltrúi íslenskrar þjóðar bæði innanlands og utan ráðist með þeim hætti sem hann hefur gert að öllu því góða fólki sem hefur unnið og er að vinna innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Um leið og ég óska Eiði og öllum öðrum gleðilegra jóla vil ég bjóða hann velkominn á þjónustumiðstöð UMFÍ til að fræðast um starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar. Það verður okkur sönn ánægja að gera honum grein fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er innan UMFÍ og við erum svo stolt af. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Helga G. Guðjónsdóttir skrifar um Lottó. Að undanförnu hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum um Íslenska getspá eða Lottóið. Tveir menn hafa verið þar fyrirferðarmiklir. Annar er Eiður Guðnason, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sendiherra, en hinn er Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. Ólíkt hafast þeir að þessir heiðursmenn þó svo að báðir telji að nú sé tími til kominn að skipta lottóágóða Íslenskrar getspár með öðrum hætti en verið hefur því báðir hafa þeir mikinn áhuga á að menningargeirinn fái hlutdeild í ágóðanum af Lottóinu. Starf ungmennafélagshreyfingarinnar virðis ekki að þeirra mati vera menning. Síðast þegar ég vissi er mikið menningarstarf unnið innan ungmennafélagshreyfingarinnar en ef til vill þarf að upplýsa okkur sem þar störfum um hvað menning er. Ágúst Guðmundsson er í hópi einstaklinga sem undanfarin ár hafa af og til ritað greinar í fjölmiðla þar sem krafist hefur verið hlutdeildar „menningargeirans" að ágóða Lottósins. Það verður að segja honum til hróss að hann er frekar málefnalegur og upplýsandi í skrifum sínu og fræðir lesendur t.d. um hvernig skiptingunni á lottóágóða er háttað s.s. í Bretlandi en alltaf þarf að gæta þess þegar upplýsingar eru settar fram að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Það verður ekki deilt á hann fyrir að vilja hag bandalags íslenskra listamanna sem mestan og leita allra leiða til þess að styrkja það starf sem hann er í forsvari fyrir. Það verður þó að segjast að ef uppskeran úr eigin garði er ekki ásættanleg er ekki við hæfi að ætla þá að sækja það sem á vantar í garð nágrannans. Á framgöngu Eiðs Guðnasonar er hins vegar erfitt að átta sig. Hvað gengur honum til með málflutningi sínum? Hann segist hafa verið óánægður með þetta fyrirkomulag sem lagt var til grundvallar í upphafi og sé það enn. Og það þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Málflutningur hans er í besta falli órökstuddar fullyrðingar og dylgjur um hvernig ungmennafélagshreyfingin ráðstafar þeim fjármunum sem hún fær frá Íslenskri getspá og nægir í þessu sambandi að vísa í fullyrðingar Eiðs sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 2. og 10. sl. í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins 16. þessa mánaðar og í morgunþætti Bylgjunnar hinn 17. desember um að lottóágóðinn sé nýttur í að greiða ofurlaun íþróttamanna og í lóða- og hótelbrask í miðbæ Reykjavíkur. Eiður virðist ekki hafa kynnt sér hver hlutdeild Ungmennafélag Íslands er í ágóða Lottósins sé tekið mið af skrifum hans og er rétt að láta hann njóta vafans í því efni heldur en að ætla honum að fara vísvitandi með rangt eða villandi mál. En til að upplýsa hann og aðra lesendur er hlutdeild UMFÍ 13,33% af hagnaði Lottósins hverju sinni. Árið 2008 voru tekjur UMFÍ samtals af Lottó kr. 74.194.931. Af þessari upphæð renna 86% til sambandsaðila út um allt land en 14% til UMFÍ eða innan við 10 milljónir. Að halda því fram að Ungmennafélag Íslands sem samanstendur af 30 sambandsaðilum, yfir 300 félögum með á annað hundrað þúsund félagsmenn alls staðar að af landinu noti ágóðahlut sinn af lottóinu í lóðabrask og hótelrekstur er svo fráleitt að það er ekki svara vert enda dæma slík ummæli sig sjálf. Ungmennafélag Íslands er stærsta og fjölmennasta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi og þeir fjármunir sem hreyfingin er studd með eru nýttir í ræktun lýðs og lands og er starfið unnið af þúsundum sjálfboðaliða. Það var sannfæring Alþingis þegar lögin um Íslenska getspá voru sett og það er sannfæring mín og fjölmargra annarra að fjármunum sem varið er í íþrótta- og ungmennafélagsstarf, þar með talið lottófjármunum, sé skynsamleg ráðstöfun enda sýna rannsóknir að slík starfsemi sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Ungmennafélag Íslands með alla sína félagsmenn stendur fyrir öflugri og mikilvægri starfsemi meðal annars íþróttum, leiklist, umhverfismálum, forvarnamálum og er starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar talin ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ungmennafélag Íslands ásamt ÍSÍ er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og um leið stærsta barna- og unglingahreyfing landsins. Fjármagnið sem við fáum frá Íslenskri getspá hefur verið stór póstur í okkar starfi. Það er sárt til þess að vita að maður sem hefur verið fulltrúi íslenskrar þjóðar bæði innanlands og utan ráðist með þeim hætti sem hann hefur gert að öllu því góða fólki sem hefur unnið og er að vinna innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Um leið og ég óska Eiði og öllum öðrum gleðilegra jóla vil ég bjóða hann velkominn á þjónustumiðstöð UMFÍ til að fræðast um starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar. Það verður okkur sönn ánægja að gera honum grein fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er innan UMFÍ og við erum svo stolt af. Höfundur er formaður UMFÍ.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun