Innlent

Útsvar svipað og í fyrra

Blokkabyggð rís Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi síðastliðin ár. Fréttablaðið/Pjetur
Blokkabyggð rís Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi síðastliðin ár. Fréttablaðið/Pjetur

Gert er ráð fyrir 25 milljóna króna rekstrarafgangi Kópavogsbæjar, samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Áætlunin var lögð fram fyrir umræðu í bæjarstjórn í gær.

Í fjárhagsáætluninni er unnið eftir því að hagræða án þess að skerða nauðsynlega og lögbundna þjónustu við bæjarbúa. Áætlaðar heildartekjur bæjarins eru rúmir átján milljarðar króna, þar af eru skatttekjur rúmir þrettán. Þá kemur í áætluninni að þótt búast megi við auknu atvinnuleysi í Kópavogi er talið að útsvarstekjur verði svipaðar milli ára vegna fjölgunar íbúa og samningsbundinna launahækkana. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×