Farbann á fyrrverandi stjórnarformann Byrs 18. desember 2009 06:45 Má ekki fara heim Jón Þorsteinn flutti nýlega lögheimili sitt til London en má ekki fara þangað fyrr en farbanninu verður aflétt.Fréttablaðið/pjetur Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sætir nú farbanni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og eignarhaldsfélagsins Exeter. Er hann eini maðurinn sem til þessa hefur verið úrskurðaður í farbann vegna rannsókna embættisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þótti rík ástæða til að tryggja viðveru Jóns Þorsteins hér á landi í kjölfar húsleita sem gerðar voru hjá Byr og MP Banka í nóvemberlok, ekki síst í ljósi þess að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt til London og væri því líklegur til að fara úr landi. Fulltrúar sérstaks saksóknara sátu fyrir Jóni Þorsteini morguninn sem húsleitirnar fóru fram og handtóku hann, eins og aðra grunaða í málinu. Jóni Þorsteini var haldið í yfirheyrslum lengst allra, í nálega sólarhring, áður en honum var sleppt á ný. Heimildir blaðsins herma að farbannið renni út eftir helgi og ekki liggur fyrir hvort óskað verður eftir framlengingu á því. Rannsóknin snýst um kaup Exeter á stofnfjárbréfum í Byr fyrir um milljarð króna í október og desember í fyrra. Bréfin voru keypt meðal annars af Jóni Þorsteini og MP Banka. Byr lánaði móðurfélagi Exeter fyrir kaupunum. Grunur er um umboðssvik, auk annarra brota á auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Slík brot varða allt að sex ára fangelsisvist. Exeter keypti einnig bréf af öðrum stjórnarmanni Byrs, Birgi Ómari Haraldssyni, sem líka er grunaður í málinu. Jón og Birgir höfðu báðir tekið lán hjá MP Banka fyrir kaupunum á stofnfjárbréfunum. Með sölunni til Exeter sluppu þeir við mögulegt gjaldþrot, ef gengið hefði verið að þeim vegna skuldanna. Eignarhald Exeter er óljóst. Þannig hafa nokkrir stofnfjárhafar í Byr fullyrt að MP Banki eigi félagið, en því hafa forsvarsmenn MP Banka neitað. Greint var frá því í fréttum í lok mars síðastliðins að Fjármálaeftirlitið hefði hafið rannsókn á viðskiptunum. Fyrr í mánuðinum lét Jón Þorsteinn af stjórnarformennsku í Byr, að eigin sögn vegna þess að félög honum tengd áttu þá í samningaviðræðum við lánardrottna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sætir nú farbanni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og eignarhaldsfélagsins Exeter. Er hann eini maðurinn sem til þessa hefur verið úrskurðaður í farbann vegna rannsókna embættisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þótti rík ástæða til að tryggja viðveru Jóns Þorsteins hér á landi í kjölfar húsleita sem gerðar voru hjá Byr og MP Banka í nóvemberlok, ekki síst í ljósi þess að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt til London og væri því líklegur til að fara úr landi. Fulltrúar sérstaks saksóknara sátu fyrir Jóni Þorsteini morguninn sem húsleitirnar fóru fram og handtóku hann, eins og aðra grunaða í málinu. Jóni Þorsteini var haldið í yfirheyrslum lengst allra, í nálega sólarhring, áður en honum var sleppt á ný. Heimildir blaðsins herma að farbannið renni út eftir helgi og ekki liggur fyrir hvort óskað verður eftir framlengingu á því. Rannsóknin snýst um kaup Exeter á stofnfjárbréfum í Byr fyrir um milljarð króna í október og desember í fyrra. Bréfin voru keypt meðal annars af Jóni Þorsteini og MP Banka. Byr lánaði móðurfélagi Exeter fyrir kaupunum. Grunur er um umboðssvik, auk annarra brota á auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Slík brot varða allt að sex ára fangelsisvist. Exeter keypti einnig bréf af öðrum stjórnarmanni Byrs, Birgi Ómari Haraldssyni, sem líka er grunaður í málinu. Jón og Birgir höfðu báðir tekið lán hjá MP Banka fyrir kaupunum á stofnfjárbréfunum. Með sölunni til Exeter sluppu þeir við mögulegt gjaldþrot, ef gengið hefði verið að þeim vegna skuldanna. Eignarhald Exeter er óljóst. Þannig hafa nokkrir stofnfjárhafar í Byr fullyrt að MP Banki eigi félagið, en því hafa forsvarsmenn MP Banka neitað. Greint var frá því í fréttum í lok mars síðastliðins að Fjármálaeftirlitið hefði hafið rannsókn á viðskiptunum. Fyrr í mánuðinum lét Jón Þorsteinn af stjórnarformennsku í Byr, að eigin sögn vegna þess að félög honum tengd áttu þá í samningaviðræðum við lánardrottna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira